Huawei kynnir eigið stýrikerfi

Richard Yu, yfirmaður neysluvara hjá Huawei, frumsýndi stýrikerfið á blaðamannafundi …
Richard Yu, yfirmaður neysluvara hjá Huawei, frumsýndi stýrikerfið á blaðamannafundi í Donggugan í dag. AFP

Kínverski tæknirisinn Huawei kynnti í dag sitt eigið stýrikerfi fyrir snjallsíma. Kerfið var hannað í ljósi áforma bandarískra yfirvalda að banna bandarískum fyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei, en fyrirtækið hefur notað Android-stýrikerfið frá Google. 

Huawei, sem verm­ir annað sæti á lista yfir stærstu farsíma­fram­leiðenda samkvæmt nýrri úttekt, seldi 58,7 millj­ón­ir snjallsíma á öðrum ársfjórðungi 2019. Er það sagt til marks um að fé­lagið hafi staðið af sér hneykslis­mál ýmis sem skotið hafa upp koll­in­um að und­an­förnu, þar sem Huawei hef­ur verið sagt leggja kín­versk­um njósn­ur­um lið.

Stýrikerfið nefnist HarmonyOS, eða HoMeng á kínversku. Richard Yu, yfirmaður neysluvara hjá Huawei, frumsýndi stýrikerfið á blaðamannafundi í Donggugan í dag. Áætlað er að fyrstu símarnir með nýja stýrikerfinu komi á markað síðar á árinu. Kerfið er gjörólíkt stýrikerfum Apple og Google, samkvæmt Yu. Stefna fyrirtækisins er að innan þriggja ára verði stýrikerfið aðengilegt fleiri vörutegundum Huawei en símum.

mbl.is