Notaði ísskápinn til að tísta

Dorothy segir í viðtali við Guardian að móðir hennar hefði …
Dorothy segir í viðtali við Guardian að móðir hennar hefði tekið af henni snjallsímann eftir að hún gleymdi sér í honum á meðan hún var að elda.

Úrræðagóð táningsstúlka greip til þess örþrifaráðs að ná til fylgjenda sinna á Twitter í gegn um ísskápinn á heimilinu eftir að móðir hennar hafði tekið af henni snjallsímann. „Ég veit ekki hvort þetta tístast ég er að tala við ísskápinn minn hvur fjárinn móðir mín gerði öll raftækin mín upptæk aftur,“ skrifaði stúlkan.

Umrædd stúlka er 15 ára gömul og kallar sig Dorothy, en Twitter-aðganginn notar hún einkum til þess að tjá sig um sína uppáhaldssöngkonu: Ariönu Grande. 

Dorothy segir í viðtali við Guardian að móðir hennar hafi tekið af henni snjallsímann eftir að hún gleymdi sér í honum á meðan hún var að elda og það kviknaði í. „Hún tók af mér tæknina svo ég myndi taka betur eftir umhverfi mínu,“ útskýrir Dorothy.

Hún dó hins vegar ekki ráðalaus og notaði fyrst um sinn leikjatölvur heimilisins til þess að eiga samskipti við fylgjendur sína, annars vegar Nintendo og hins vegar Wii U.

Þegar móðir hennar komst að því að dóttir hennar hafði fundið glufu í snjalltækjabanninu gerði hún leikjatölvurnar einnig upptækar. Dorothy greip því til þess örþrifaráðs að athuga hvers snjallísskápur fjölskyldunnar væri megnugur og hafði erindi sem erfiði.

Ísskápstíst Dorothy hefur vægast sagt vakið mikla athygli, og hefur framleiðandi ísskápsins, LG, meðal annars tekið þátt í myllumerki aðdáenda hennar #FreeDorothy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert