Banna megrunarfærslur á Instagram

Instagram hefur sett nýjar reglur varðandi efni og auglýsingar á …
Instagram hefur sett nýjar reglur varðandi efni og auglýsingar á miðlinum sem tengjast megrunarvörum og lýtaaðgerðum. Hvers kyns „töfralausnir“ er til að mynda bannað að auglýsa. AFP

Baráttufólk jákvæðrar líkamsímyndar fagna nýjum reglum sem samfélagsmiðillinn Instagram hefur sett hvað varðar efni og auglýsingar á miðlinum sem tengjast megrunarvörum og lýtaaðgerðum. 

Samkvæmt reglunum verða sumar færslur faldar fyrir notendum 18 ára og yngri á meðan aðrar, til að mynda þar sem verið er að auglýsa hvers kyns töfralausnir, verða alfarið bannaðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar aukins sýnileika lýtalækninga og megrunarherferða á samfélagsmiðlum og þeirra áhrifa sem efnið hefur á ungt fólk. 

Leikkonan Jameela Jamil segir breytingarnar mikinn sigur en hún hefur verið iðin við kolann að láta stjörnur heyra það sem mæla með megr­un­ar­vör­um á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram.  

„Instagram tekur afstöðu með líkamlegri og andlegri heilsu samfélagsmiðlanotenda og sendir heiminum mikilvæg skilaboð,“ segir Jamil. 

View this post on Instagram

THIS IS HUGE NEWS. @i_weigh are changing the world together. After a bunch of shouting, screaming, and petitioning... we have managed to get the attention of the people at the top, and they have heard us and want to protect us. And this is just the beginning of our efforts. As of now, if you’re under 18, you will no longer be exposed to any diet/detox products, and for all other ages; all fad products that have bogus, unrealistic claims will be taken down and easy to report. I’ve been working with Instagram all year towards this, who were amazing to deal with, and they expressed that they passionately care about creating a safer space for us all online. This happened so much faster than I expected and I’m so proud and happy and relieved. WELL DONE to the many people who have been working towards this huge change. This is a mass effort. This is an extraordinary win that is going to make a big difference. Influencers have to be more responsible. ❤️

A post shared by Jameela Jamil (@jameelajamilofficial) on Sep 18, 2019 at 10:08am PDT

Jamil hefur til að mynda skrifað fjölda athugasemda við færslur hjá raunveruleikastjörnum, til að mynda Kardashian-systrum, Amber Rose og Cardi B, sem ýmist auglýsa „detox“-te, megrunarsleikjóa eða megrunarþeytinga. 

Fylgjendur Jamil fagna einnig breytingunum og spyrja jafnvel hvort þeir geti virkjað þann möguleika að sjá ekki færslur sem eru bannaðar innan 18 ára, þó svo að notendur hafi aldur til. 

Notendur geta nú tilkynnt færslur sem ýta undir neikvæða líkamsímynd til Instagram og farið fram á að þær verði fjarlægðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert