Facebook lokar á tugþúsundir app forrita

Facebook segir þetta þó ekki endilega þýða að almenningi hafi …
Facebook segir þetta þó ekki endilega þýða að almenningi hafi stafað ógn af app forritunum, heldur hafi sum fyrirtækin ekki brugðist við kröfu Facebook um frekari upplýsingar . AFP

Forsvarsmenn Facebook greindu frá því í dag að lokað hefði verið á aðgang að tugþúsundum app forrita í gegnum samfélagsmiðilins eftir skoðun sem farið var í í kjölfar hneykslismálsins vegna Cambridge Analytica.

Guar­di­an greindi frá því í des­em­ber 2015 að Cambridge Ana­lytica hefði nýtt sér per­sónu­upp­lýs­ing­ar  millj­óna manna sem sótt­ar voru í gegn­um app með spurn­inga­leik sem hannaður var af vís­inda­mann­in­um  dr. Al­eks­andr Kog­an og fyr­ir­tæki hans GSR.

Upp­lýs­ing­arn­ar voru svo notaðar til að láta mis­mun­andi stjórn­mála­aug­lýs­ing­ar birt­ast  not­end­um. Face­book sætti harðri gagn­rýni þegar málið var op­in­berað og segja forsvarsmenn fyrirtækisins aðgerðirnar sem gripið var til nú vera niðurstöðu athugunar sem hófst á síðasta ári. 

Ime Archibong, aðstoðarforstjóri fyrirtækjadeildar Facebook, segir þetta þó ekki endilega þýða að almenningi hafi stafað ógn af app forritunum, heldur hafi sum fyrirtækin ekki brugðist við kröfu Facebook um frekari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert