Lífshættulegur þurrkur blasir við stærstu óseyri heims

Lífshættulegur þurrkur blasir við dýrategundum í Okavango í Botsvana, stærstu óseyri í heimi. Nautgripir, flóðhestar og fílar eru meðal dýrategunda á svæðinu og nú er lífsviðurværi þeirra stofnað í hættu. 

Botsvana er landlukt og segja bændur í nágrenninu að stjórnvöld hafi lofað að dæla vatni í óseyrina til að reyna að bæta úr ástandinu en bændurnir hræðast að úr verði eitt stórt drullusvað. 

Okavango er á heimsminjaskrá UNESCO og er heimkynni mikils dýralífs og dregur að þúsundir ferðamanna á hverju ári. Þar er til að mynda að finna stærstu frjálsu fílahjörð í Afríku. 

Flóðhestur sem drapst af völdum þurrka í Nxaraga- þorpi í …
Flóðhestur sem drapst af völdum þurrka í Nxaraga- þorpi í Botswana. Lífshættulegur þurrkur blasir við dýrategundum í Okavango í Botsvana, stærstu óseyri í heimi. AFP

Óseyrin var eitt sinn hluti af ánni Makgadikgadi, en hún þornaði upp fyrir 10.000 árum. Í dag er ekkert útrennsli frá Okavango til sjávar. Þess í stað rennur áin út á sanda Kalahari eyðimerkurinnar sem þekur um 15,000 km² svæði.

„Þurrkurinn hefur alvarleg áhrif þar sem allt beitiland og vatn er að hverfa,“ segir Banyatsang, bóndi á svæðinu.

Samkvæmt nýrri skýrslu Global Comm­issi­on on Adaptati­on (GCA), sem unn­in var að beiðni 18 ríkja, er heim­ur­inn sagður vera „illi­lega ófull­nægj­andi“ bú­inn und­ir óumflýj­an­leg­ar af­leiðing­ar lofts­lags­vár­inn­ar. 

Okavango er á heimsminjaskrá UNESCO og er heimkynni mikils dýralífs. …
Okavango er á heimsminjaskrá UNESCO og er heimkynni mikils dýralífs. Þar er til að mynda að finna stærstu frjálsu fílahjörð í Afríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert