Facebook stýrir fréttaflæðinu

Meirihluti Bandaríkjamanna sækir fréttirnar á samfélagsmiðla.
Meirihluti Bandaríkjamanna sækir fréttirnar á samfélagsmiðla. AFP

Meirihluti Bandaríkjamanna telur að samfélagsmiðlar hafi of mikið að segja um hvaða fréttir þeir sjá og segjast ekki fá nægjanlega fjölbreyttar upplýsingar vegna þessa. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Pew Research Center.

Alls sögðu 62% aðspurðra að samfélagsmiðlafyrirtækin hafi óhóflega mikið vald yfir fréttum. Þetta valdi óeðlilegu vali á fréttum að mati 55% aðspurðra.

Repúblikanar voru neikvæðari í garð samfélagsmiðla en demókratar en þrír af hverjum fjórum repúblikönum töldu vald samfélagsmiðlanna of mikið samanborið við 53% demókrata.

Facebook hefur greint frá því að fyrirtækið ætli að setja nýjan valmöguleika á miðilinn þar sem hægt verður að nálgast fréttir frá ólíkum fréttamiðlum. 

Samkvæmt Pew-könnuninni leita sífellt fleiri eftir fréttum á samfélagsmiðlum en 55% Bandaríkjamanna, 18 ára og eldri, segjast fá fréttirnar af samfélagsmiðlum en hlutfallið var 47% í sömu könnun í fyrra. 

Helmingur fær fréttirnar í gegnum Facebook en 28% af YouTube, 17% Twitter og 14% af Instagram. 80% aðspurðra sögðust telja að samfélagsmiðlar gerðu fréttum mishátt undir höfði. 

mbl.is