Geimfarar lentu heilu og höldnu í Kasakstan

Þriggja manna geimfarateymi lenti heilu og höldnu í Kasakstan í dag, eftir veru í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. Þeir eru allir við góða heilsu, en á meðal þeirra er fyrsti arabinn sem farið hefur í geimstöðina, Hazzaa al-Mansoori frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

al-Mansoori var í Alþjóðlegu geimstöðinni í einungis átta daga, en með honum á leiðinni heim voru einnig þeir Nick Hague frá Bandaríkjunum og Alexey Ovchinin frá Rússlandi, sem höfðu verið við störf í geimstöðinni í lengri tíma. 

Sjá má myndskeið frá lendingu þremenninganna hér að ofan.

Hazza al-Manzouri á leið út í geiminn 25. september síðastliðinn. …
Hazza al-Manzouri á leið út í geiminn 25. september síðastliðinn. Hann varð fyrsti arabinn til þess að fara í Alþjóðlegu geimstöðina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert