Fyrsti geimgöngumaðurinn látinn

Alexei Leonov er látinn, 85 ára að aldri. Hann var …
Alexei Leonov er látinn, 85 ára að aldri. Hann var fyrsti maðurinn sem fór í geimgöngu. AFP

Rússinn Alexei Leonov, sem fyrstur manna fór í geimgöngu, er látinn eftir langa baráttu við illvíg veikindi. Hann varð 85 ára. Frá þessu greinir rússneska geimferðastofnunin Roscosmos í tilkynningu, með harm í hjarta.

Leonov var fyrstur manna til þess að fara út úr geimskipi í geimnum, en það gerði hann árið 1965, er hann yfirgaf geimflaugina Voskhod 2 í 12 mínútur og níu sekúndur.

Geimgangan gekk fullkomlega upp, en heimferð hans og félaga hans, Pavels Belyayev, gekk hinsvegar verr. Voskhod 2 brotlendi í skóglendi í Síberíu, en báðir komust geimfararnir lífs af.

Leonov var náinn vinur Júrí Gagarín, sem varð fyrsti maðurinn til þess að fara út í geim árið 1961. Hann var tvívegis sæmdur hetjuorðunni, æðstu heiðursorðu Sovétríkjanna.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Alexei Leonov saman árið 2017.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Alexei Leonov saman árið 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert