Einungis konur í geimgöngu

Geimfararnir Christina Koch og Jessica Meir.
Geimfararnir Christina Koch og Jessica Meir. AFP

Bandarísku geimfararnir Christina Koch og Jessica Meir skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar í dag þegar þær fóru í fyrstu geimgönguna eingöngu skipaða konum. Þetta gerðu Koch og Meir þegar þær hófu viðgerðir fyrir Alþjóðlegu geimstöðina.

Verkefni Koch og Meir fólst í því að skipta um rafhlöðu á geimstöðunni. Koch er rafmagnsverkfræðingur og hafði fyrir daginn í dag farið í nokkrar geimgöngur. Meir, sem er sjávarlíffræðingur, hélt hins vegar í sína fyrstu geimgöngu í dag og varð þar með fimmtánda konan til þess.

Geimgangan hófst skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma og gert er ráð fyrir því að verkefnið taki rúmar fimm klukkustundir.

Rússinn Svetlana Savitskaya fór í fyrstu geimgöngu kvenna árið 1984. 

Christina Koch í geimgöngunni í dag.
Christina Koch í geimgöngunni í dag. AFP
mbl.is