Geta netárásir fellt fyrirtæki? — Beint streymi

Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum, sem er …
Fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum, sem er núna í október. AFP

Í dag fer fram morgunfundur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins um netárásir á fyrirtæki og stofnanir undir yfirskriftinni Geta netárásir fellt fyrirtæki?

Á fundinum, sem fram fer á Grand Hótel á milli kl. 8:30 og 10:00, verður meðal annars fjallað um reynslu norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro af alvarlegri netárás, en fundurinn er haldinn í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum, sem er núna í október.

Dagskrá fundarins, sem fylgjast má með í beinu streymi hér að neðan, er svona:

Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro, mun segja frá alvarlegri netárás á fyrirtækið og lærdómi sem draga megi af henni.

Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans, NTNU, mun fjalla um samvinnu um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsinsogmiðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki.

Loks munu Hákon L. Åkerlund og Ægir Þórðarson öryggissérfræðingar frá Landsbankanum fjalla um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir framtíðar.

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert