100 Gb/s hraðbraut til gagnavers á Blönduósi

Gagnaver Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélags Etix Everywhere Borealis, var …
Gagnaver Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélags Etix Everywhere Borealis, var tekið í notkun á Blönduósi í maí sl. Kort/Map.is

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt nýja heildsölugjaldskrá Mílu fyrir 100 Gb/s hraðbrautir og  nýjan tengistað fyrir 100 Gb/s hraðbraut til gagnavers á Blönduósi.

Fram kemur á vefn stofunarinnar, að mánaðarverð fyrir 1 Gb/s og 10 Gb/s Hraðbrautarsambönd sem og stofngjaldið muni haldast óbreytt þar til stofnlínugjaldskrá Mílu verði endurskoðuð næst.  

Bent er á, að Hraðbrautarsambönd Mílu hafi hingað til verið takmarkaðar við Höfuðborgarsvæðið og gagnaver í Reykjanesbæ, þ.e. innan við 50 km frá Reykjavík.

„Því þurfti að taka tillit til meiri vegalengdar til Blönduóss en til fyrirliggjandi tengistaða hraðbrautarsambanda Mílu þar sem undirliggjandi gjaldskrá sem hraðbrautarsamböndin byggja á er km háð. Gjaldskráin fyrir 100 Gb/s hraðbrautarsambönd er núna skipt í tvo flokka eftir vegalengd, undir 50 km og yfir 100 km,“ segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. 

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert