Brutu rúður Tesla Cybertruck á frumsýningu

„Þetta var kannski aðeins of fast,“ sagði Musk eftir að …
„Þetta var kannski aðeins of fast,“ sagði Musk eftir að fyrri rúðan brotnaði. „Hann fór þó ekki í gegn.“ AFP

Upp kom vandræðalegt atvik á frumsýningu Elon Musk á Tesla Cybertruck í gær þegar sýna átti hversu erfitt væri að brjóta rúður bílsins.

Tveimur steinum var kastað í rúður og brotnuðu þær báðar. „Þetta var kannski aðeins of fast,“ sagði Musk eftir að fyrri rúðan brotnaði. „Hann fór þó ekki í gegn.“

Þá var öðrum steini kastað í aðra rúðu og brotnaði hún líka. „Við köstuðum öllu, við köstuðum meira að segja eldhúsvaskinum í glerið og það brotnaði ekki. Það brotnaði núna af einhverri furðulegri ástæðu,“ útskýrði Musk fyrir áhorfendum, sem var nokkuð skemmt vegna óhappanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina