Boeing sendir kvenskörung út í geim

Boeing-hylkið sem geymir Rosie.
Boeing-hylkið sem geymir Rosie. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að senda gínu sem lítur út eins og Rosie the Riveter, menningarlegt tákn úr síðari heimsstyrjöld sem veitti fjölda kvenna innblástur, út í geim í hylki án áhafnar í dag. 

Ferðinni er heitið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og aftur til jarðar en áætlað er að ferðin muni taka átta daga. Hún er undirbúningsæfing fyrir áætlanir NASA um að binda endi á það að Bandaríkin séu háð Rússlandi hvað varðar geimferðir.

Rosie the Riveter hefur lengi vel verið konum innblástur.
Rosie the Riveter hefur lengi vel verið konum innblástur.

Stolt og orðspor í húfi

Þjóðarstolt Bandaríkjanna er því í húfi en einnig orðspor Boeing. Framleiðandinn er nú staddur í miðri öryggiskreppu vegna 737 MAX-þotu sinnar.

Rosie verður eini farþegi hylkisins en hún er helst þekkt fyrir að vera stjarna herferðar sem miðaði að því að fá konur til starfa í skotfæraverksmiðjum í seinni heimsstyrjöldinni. Var hún þá klædd í bláan fatnað, með rauðdoppóttan höfuðklút og áberandi upphandleggsvöðva. 

Síðan 2011 hefur NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, neyðst til að reiða sig á rússneskar Soyuz-geimflaugar fyrir sín ferðalög út í geiminn. Nú vilja Bandaríkin slíta geimtengslin við Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert