Boeing prófaði nýjan risa

Starfsmenn Boeing fylgjast spenntir með nýja risanum, 777X, renna í …
Starfsmenn Boeing fylgjast spenntir með nýja risanum, 777X, renna í hlað eftir sitt fyrsta prufuflug. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing prófaði í gær nýja flugvél, Boeing 777X, en vélin er stærsta tveggja hreyfla flugvél heims. Prufuflugið fór fram nærri höfuðstöðvum Boeing í grennd við Seattle og flaug vélin í fjóra tíma.

Flugið gekk að óskum, sem hljóta að teljast gleðifregnir fyrir Boeing, sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið ár eftir að tvö banvæn flugslys MAX-véla fyrirtækisins kostuðu 346 mannslíf og leiddu til alþjóðlegrar kyrrsetningar helstu söluvöru fyrirtækisins sem ekki sér fyrir endann á.

Flugfélagið Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður fyrsta flugfélagið til …
Flugfélagið Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður fyrsta flugfélagið til að hagnýta sér þessar nýju risavélar Boeing. AFP

Fimmtíu og fimm milljarða listaverð

Boeing segist hafa selt 309 777X-vélar til þessa, en hver og ein vél kostar yfir 442 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt verðlistum Boeing, jafnvirði 55 milljarða íslenskra króna eða þar um bil.

Flugfélagið Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður fyrsta flugfélagið til að hagnýta sér þessar nýju risavélar Boeing, en frekari prófana er þörf áður en að hægt verður að afhenda vélarnar þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert