Sjálfvirk hleðsla og þrívíddaraugu

Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum, en þar ræður sjálfvirkni …
Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum, en þar ræður sjálfvirkni ríkjum. mbl.is/Óskar P. Friðriksson

Herjólfur hefur í vikunni siglt á hreinu rafmagni frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og hefur gengið vel að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs.

Skipið er nú hlaðið yfir nótt og á milli ferða með landrafmagni í Eyjum, en hlaðið á vélum skipsins við bryggju í Landeyjum. Guðbjartur segist vonast til að sem allra fyrst verði hægt að ljúka stillingum, forritun og öðrum frágangi við hleðslukerfið í Landeyjum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðbjartur að það sé allra hagur að hægt verði að keyra skipið á rafmagni, en Herjólfur er tvíorkuskip, sem getur bæði gengið fyrir rafmagni úr landi og dísilvél. Hugsanlega megi ljúka frágangi á hleðslubúnaði í Landeyjahöfn á tveimur eða þremur dögum, en finna þurfi tíma sem henti sérfræðingum frá ABB og Stemmann Technik og öðrum þeim sem koma að verkefninu. Um leið séu menn að meta hvernig til hefur tekist með hleðslu rafgeyma í Eyjum og siglingu fyrir rafmagni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »