Fleiri Svíar í ófrjósemisaðgerð

Æ fleiri sænskir karlmenn undirgangast ófrjósemisaðgerðir.
Æ fleiri sænskir karlmenn undirgangast ófrjósemisaðgerðir.

Sænskum karlmönnum, sem ákveða að gangast undir ófrjósemisaðgerð, fjölgar stöðugt. Þetta sýna tölur frá sænskum heilbrigðisyfirvöldum, sem sænska ríkisútvarpið greinir frá.

„Áður fyrr voru ófrjósemisaðgerðir fátíðar, en nú framkvæmum við nokkrar í hverri viku,“ segir Karin Brunnström, sem vinnur á einkarekinni heilsugæslustöð í Växjö. „Þetta eru jafnan karlmenn sem eru í langtímasamböndum en eru búnir að fá nóg af barneignum,“ bætir hún við.

Árið 2018 gengust 2.655 sænskir karlmenn undir slíka aðgerð, en til samanburðar var fjöldi þeirra á bilinu 1.500 til 2.000 á hverju ári á tímabilinu 2005-2015.

Aukningin er mest meðal ungra karla, í aldurshópnum 25-34 þar sem fjöldinn hefur nær tvöfaldast síðustu tíu ár. Eftir sem áður eru ófrjósemisaðgerðir þó vinsælastar í aldurshópnum 40-44 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert