Tilnefnd til UT-verðlaunanna

Verðlaunin verða afhent í Hörpu á 10. UT-messunni.
Verðlaunin verða afhent í Hörpu á 10. UT-messunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

UT-messan verður haldin á föstudag og þar verður tilkynnt um hverjir hljóta UT-verðlaunin í ár. Alls er um þrjá flokka að ræða, samkvæmt fréttatilkynningu.

Sem fyrr er ekki gefið upp hverjir eru tilnefndir til aðalverðlaunanna, Upplýsingaverðlauna Ský; heiðursverðlaun fyrir  framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin að loknu tæknispjalli fyrri verðlaunahafa UT-verðlaunanna.

UT-Fyrirtækið 2019: Meniga, Men & Mice og Hæstiréttur Íslands.

UT-Sprotinn 2019: Genki Instruments, Embla frá Miðeind og Plogg-in.

UT-Stafræna þjónustan 2019: Kara Connect, RÚV og Metadata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert