„Frábært ár fyrir Twitter“

Jack Dorsey, forstjóri Twitter.
Jack Dorsey, forstjóri Twitter. AFP

Uppgjör Twitter fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs var kynnt í dag og kom á óvart, það var betra en búist hafði verið við. Þrátt fyrir að hagnaður hefði helmingast, niður í 119 milljónir dala, risu tekjur um 11% frá fyrra ári og fóru yfir milljarð Bandaríkjadala í fyrsta sinn.

Fjöldi virkra notenda hefur aukist um 21% frá því fyrir einu ári og eru 152 milljónir notenda virkir á Twitter og nota forritið daglega, en skráðir og óvirkir notendur eru þó mýmargir til viðbótar. Fyrirtækið segir að þetta megi rekja til breytinga og betrumbóta sem hafi verið gerðar á árinu.

Jack Dorsey forstjóri Twitter segir að þetta hafi verið „frábært ár“ fyrir Twitter og markaðurinn tók þessum tíðindum vel, en hlutabréfaverð Twitter reis um meira en átta prósent eftir að afkoman var kynnt.

152 milljónir notenda nota Twitter daglega eða því sem næst, …
152 milljónir notenda nota Twitter daglega eða því sem næst, samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins. AFP
mbl.is