Óhollt fæði hefur slæm áhrif á heilann

Belgískar vöfflur eru meðal annars nefndar í greininni í Guaridan.
Belgískar vöfflur eru meðal annars nefndar í greininni í Guaridan.

Ein vika á feitu og sykruðu fæði getur haft áhrif til hins verra á starfsemi heilans. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var við háskóla í Ástralíu.

Fjallað er um rannsóknina í Guardian en þar kemur fram að ekki þurfi lengri tíma en eina viku á vestrænu mataræði til að hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks. Jafnvel getur ungt grannt fólk sem lifir heilbrigðu lífi alla jafna leiðst út í ofát.

Sjö sykurmolar eru í Cocoapuffs-skammtinum.
Sjö sykurmolar eru í Cocoapuffs-skammtinum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vestrænt fæði er mikil neysla á unnum matvörum sem eru með viðbættum aukaefnum. Oft er um sykraðan, saltan og feitan mat að ræða þar sem próteinin koma frá rauðu kjöti. Vestrænt fæði er talið helsta orsök á sjúkdómum sem fylgja offitu. Má þar nefna sykursýki 2, háan blóðþrýsting og hjarta- og æðasjúkdóma. Vestrænt fæði er einnig talið tengjast fjölgun sjúkdóma í nýrum.

Rannsóknin bendir til þess að vestrænt fæði geri fólki erfiðara að hafa stjórn á matarlyst og geti valdið óreiðu í svæði í heilanum sem nefnist dreki.

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að dreki (e. hippocampus) gegni mikilvægu hlutverki í því að festa hluti í minninu. Minningar eru hins vegar ekki geymdar til lengri tíma í drekanum heldur líklega í heilaberkinum og yfirleitt nálægt þeim svæðum þar sem minningarnar erta heilann fyrst. Sjónrænar minningar fara í geymslu nálægt sjónsvæðum heilans sem eru aftan á hnakkablaði en hljóðrænar minningar eru geymdar á gagnaugablaði heilans, nálægt heyrnarsvæðunum.

Í viðtali við Guardian segir Richard Stevenson, prófessor í sálarfræði við Macquarie-háskóla í Sydney, að eftir viku á slíku mataræði verði snakk og súkkulaði mun meira freistandi en áður. Þetta geri fólki erfiðara fyrir um að standast freistingar og leiðir til þess að fólk borðar meira en það myndi annars gera.  

Óhollt fæði hefur ekki bara slæm áhrif á hjarta- og …
Óhollt fæði hefur ekki bara slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið heldur einnig heilastarfsemina. AFP

Stevenson segir að 110 grannir og heilbrigðir stúdentar á aldrinum 20-23 ára hafi tekið þátt í rannsókninni. En þeir áttu það sammerkt að vera vön því að borða hollan og góðan mat. Helmingurinn hélt áfram að borða eins og áður en aðrir voru látnir á orkuríkt vestrænt fæði sem fól meðal annars í sér mikinn skyndibita.

Í upphafi og við lok vikunnar borðuðu sjálfboðaliðarnir morgunverð í rannsóknarstofunni. Fyrir og eftir morgunverðinn þreyttu þeir minnispróf. Síðan fengu þeir Coco Pops, Frosties og Froot Loops í morgunverð svo dæmi séu tekin. Stevenson segir að það hljóti að koma að því að aukinn þrýstingur verði á stjórnvöld að herða reglur varðandi unnin matvæði á svipaðan hátt og gert er varðandi reykingar.

Hér er hægt að lesa nánar um rannsóknina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert