Dularfull tilkynning barst í Samsung-síma: „1“

Notendur Samsung Galaxy-síma um allan heim virðast hafa fengið tilkynninguna …
Notendur Samsung Galaxy-síma um allan heim virðast hafa fengið tilkynninguna dularfullu. AFP

Notendur Samsung Galaxy-snjallsíma víða um heim, líka hér á Íslandi, fengu dularfulla tilkynningu frá Find My Mobile-forriti símans í nótt.

Nokkrir Samsung-eigendur sem starfa hér hjá Árvakri fengu slíka tilkynningu í símann sinn í nótt en við þeim á skjánum blasti einfaldlega tilkynning á skjánum sem leit svona út:

Skjáskot af tilkynningunni sem barst í Samsung-síma í nótt

„1, 1“. Dularfullt.

Tilkynningin hvarf þegar á hana var ýtt, en eftir stóðu milljónir Samsung-notenda sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Samsung hefur gefið það út að tilkynningin hafi farið óvart út í snjallsímana á meðan að prófanir stóðu yfir innanhúss hjá fyrirtækinu og segir að hún hafi engin áhrif haft á símtækin sem hana fengu.

„Samsung biðst afsökunar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið viðskiptavinum og mun vinna að því að tryggja að svipuð tilfelli komi ekki upp í framtíðinni,“ segir á Twitter-aðgangi Samsung í Bretlandi.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert