Endalaust gagnamagn á meðan samkomubann gildir

Síminn hefur ákveðið að veita viðskiptavinum sínum með heimatengingar og …
Síminn hefur ákveðið að veita viðskiptavinum sínum með heimatengingar og farsíma endalaust gagnamagn á meðan samkomubann stendur. mbl.is/Hari

Viðskiptavinir Símans með heimatengingar og farsíma fá endalaust gagnamagn á meðan samkomubann stendur. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að fjöldi landsmanna mun nú þurfa að vera heima hjá sér og stunda fjarvinnu eða fjarnám eða vera í sóttkví, sem mun auka notkun heimila sem og auka álag á fjarskiptakerfin almennt.  

„Til að viðskiptavinir Símans þurfi ekki að hafa áhyggjur af notkun og kostnaði fjarskipta á þessum tímum hefur Síminn því ákveðið að notkun umfram innifalið gagnmagn verði ekki gjaldfærð,“ segir í tilkynningu. 

Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að fordæmalaust ástand sé í þjóðfélaginu og heiminum öllum. „Fjarskipti eru nauðsynleg í þessu ástandi, þau stytta vegalengdir og hjálpa okkur að halda uppi samskiptum okkar á milli. Við hjá Símanum viljum að viðskiptavinir okkar hugsi frekar um eigin hag og heilsu, ættingja sína og vini frekar en innifalið gagnamagn og símreikninga,“ er haft eftir Orra í tilkynningu. 

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir