Facebook og Google bjóða aðstoð til að rekja smit

Google og Facebook eiga nú í viðræðum við bandarísk yfirvöld …
Google og Facebook eiga nú í viðræðum við bandarísk yfirvöld um að aðstoða þau við að rekja og kortleggja útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. AFP

Tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækin Google og Facebook eiga nú í viðræðum við bandarísk yfirvöld um að aðstoða þau við að rekja og kortleggja útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu, en veiran hefur nú greinst í öll­um 50 ríkj­um Banda­ríkj­anna og 108 eru látn­ir úr far­sótt­inni. 

Facebook og Google búa yfir upplýsingum um staðsetningu notenda sinna í gegnum snjalltæki þeirra og hyggjast bjóða þær upplýsingar. Ekki verður hægt að rekja staðsetninguna til einstakra notenda, heldur er þetta fyrst og fremst hugsað til að kortleggja útbreiðsluna þannig að hægt sé að gera ráð fyrir hvað þörfin á læknisaðstoð sé mest. 

Haft er eftir Johnny Luu, talsmanni Google, í yfirlýsingu að verið sé að skoða leið þar sem hægt er að nota upplýsingar sem „heildstæða nafnlausa lausn“ í baráttunni gegn kórónuveirunni. Fyrirtækin hafa ekki viljað tjáð sig frekar við fjölmiðla um útfærsluna en óhætt er að fullyrða að notkun persónuupplýsinga er á afar viðkvæmu stigi eftir nokkur hneykslismál, til að mynda Cambridge Ana­lytica.

Á sama tíma hefur verið þrýst á sérfræðinga í Sílikondalnum að nýta þá sérþekkingu sem þar er til staðar til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is