Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám

Bárðarbunga í dag, 20. apríl 2020.
Bárðarbunga í dag, 20. apríl 2020. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfn Landhelgisgæslunnar flaug yfir Bárðarbungu og Öskju í dag og myndaði með ratsjám. Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð í Bárðarbungu í nótt en engin merki eru um gosóróa. Töluvert var um eftirskjálfta en dregið hefur úr þeim í dag og kvöld. 

Síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu þann 5.janúar 2020.

Askja var einnig mynduð og á meðfylgjandi mynd má sjá að vakir eru á nokkrum stöðum á ísilögðu vatninu af völdum jarðhita.

Horft til norðurs við Öskjuvatn.
Horft til norðurs við Öskjuvatn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is