Fjarfundabúnaður eykur alþjóðasamskipti

Sigríður á fundi utanríkismálanefndar. Hún telur hefðbundna fundi tímabæra.
Sigríður á fundi utanríkismálanefndar. Hún telur hefðbundna fundi tímabæra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjarfundabúnaður hefur reynst þingmönnum ágætlega á tímum kórónuveiru og hefur aukin notkun slíks búnaðar jafnvel auðveldað samskipti við erlenda kollega, að sögn Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Sigríður segir að vonandi sé búnaðurinn kominn til að vera hvað varðar alþjóðastarf en tími sé kominn til þess að nefndir fari aftur að hittast í eigin persónu.

„Ég hef jafnvel verið í meiri samskiptum við kollega mína erlendis en ég var fyrir þetta. Ég tók frumkvæði að því að heyra í kollegum mínum á Norðurlöndum í upphafi þessa faraldurs og hef setið fleiri fundi með þeim heldur en ég hefði gert alla jafna,“ segir Sigríður.

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, fundar í fjarfundabúnaði
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, fundar í fjarfundabúnaði mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún telur að ekki sé raunhæft að halda úti svo mörgum utanferðum þingmanna frá Alþingi eins og gert hefur verið hingað til og vonar því að það sé komið til að vera að þingmenn nýti sér fjarfundabúnað til að funda á alþjóðavettvangi í auknum mæli.

„Auðvitað kemur þetta ekki í staðinn fyrir óformleg samskipti sem menn eiga á ráðstefnum erlendis en stundum hefur manni fundist Alþingi teygja sig ansi langt til að ferðast fyrir tveggja tíma fund í einhverju fjarlægu landi.“

Sigríður telur að nýta megi búnaðinn áfram, til dæmis til þess að auðvelda fólki af landsbyggðinni að koma inn á fundi nefnda Alþingis. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert