Gert að eyða myndum af barnabörnunum

Móðir barnanna hafði ítrekað beðið móður sína, sem hún er …
Móðir barnanna hafði ítrekað beðið móður sína, sem hún er sögð elda grátt silfur með, að fjarlægja myndirnar af börnunum en án árangurs og endaði deila þeirra mæðgna því fyrir dómi. Ljósmynd/Unsplash/Dennis Brendel

Hollenskur dómstóll hefur gert konu að eyða ljósmyndum sem hún birti af barnabörnum sínum á samfélagsmiðlunum Facebook og Pinterest án leyfis foreldra barnanna.

Móðir barnanna hafði ítrekað beðið móður sína, sem hún er sögð elda grátt silfur með, að fjarlægja myndirnar af börnunum en án árangurs og endaði deila þeirra mæðgna því fyrir dómi.

Dómurinn féll eins og áður segir móður barnanna í vil, en hann er byggður á Almennu persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins.

Samkvæmt niðurstöðu dómsins verður amman að eyða ljósmyndunum af börnunum á öllum samfélagsmiðlum sínum, ellegar greiða 50 evrur í dagsektir allt þar til myndunum hefur verið eytt, eða allt að 1.000 evrur. Deili hún myndum af börnunum héðan af verður hún jafnframt látin greiða 50 evrur í sekt fyrir hvern dag sem myndirnar eru á samfélagsmiðlum hennar.

Frétt BBC

mbl.is