Skrýtnar hreyfingar jöklamúsa vekja furðu

Jöklamýs. Hreyfingar steinsins gera það að verkum að mosinn, sem …
Jöklamýs. Hreyfingar steinsins gera það að verkum að mosinn, sem er einkum snoðgambri, vex á öllum hliðum hans. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson

Rannsóknir íslenskra veðurfræðinga frá árinu 1950 á fyrirbærinu jöklamúsum hafa vakið athygli erlendra vísindamanna nú áratugum síðar. Jöklamús er ávalur smásteinn á jökli sem er allur mosavaxinn.

Í bréfaskriftum Jóns Eyþórssonar veðurfræðings við vísindamenn í Cambridge á Englandi um miðbik síðustu aldar lýsir hann því hvernig steinarnir rúlla á yfirborði íssins, sem kann að skýra ávala lögun þeirra. Jón var meðal fyrstu manna til að rannsaka fyrirbærið ásamt Kvískerjabræðrum, en þeirra helstur var Flosi Björnsson. Gáfu þeir fyrirbærinu þetta athyglisverða nafn, sem síðar hefur verið beinþýtt á ensku: glacier mouse.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að bandaríski jöklafræðingurinn Tim Bartholomaus við háskólann í Idaho hefur einnig rannsakað fyrirbærið og byggir á rannsóknum Jóns og Flosa. Fjallað er um málið á vef bandaríska ríkisútvarpsins, NPR. Það sem vakti athygli Bartholomaus var ekki síst hreyfing jöklamúsanna. „Öll jöklamúsaþyrpingin hreyfist í sömu stefnu og með sama hraða,“ segir Bartholomaus sem hefur rannsakað hreyfinguna ásamt líffræðingnum Sophie Gilbert sem líkir jöklamúsunum við loðin spendýr. „Þessi fyrirbæri verða að rúlla því annars myndi mosinn á botninum deyja.“

Í samtali í Morgunblaðinu segir Oddur Sigurðsson jöklafræðingur að vissar mosategundir geti sest á staka steina á yfirborði jökla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »