Fyrsta mannaða geimskotið í áratug

Crew Dragon-geimfarið á skotpallinum í Flórída.
Crew Dragon-geimfarið á skotpallinum í Flórída. AFP

Allt er eins klárt og það verður fyrir geimskot Crew Dragon-geimferjunnar frá Flórída á morgun en um er að ræða fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í áratug.

Crew Dragon er geim­ferja SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, og á að geta flutt fólk út í geim. Fyrsta geim­ferja SpaceX af þess­ari gerð hélt ómönnuð út geim í mars í fyrra með góðum ár­angri.

Crew Dragon verður skotið á loft á morgun frá Kennedy-geimflugstöðinni í Flórída en Falcon 9 eldflaug SpaceX verður notuð til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Skotglugginn opnast klukkan hálffimm síðdegis að staðartíma á morgun.

Banda­rík­in hafa ekki getað sent fólk út í geim með geim­förum sín­um síðan 2011. Þess í stað hafa þeir fengið geim­för að láni frá Rúss­um.

Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley verða um borð í geimferjunni og munu þeir dvelja í allt að þrjá mánuði í geimstöðinni.

Notkun Crew Dragon-geimferjunnar er fyrsti liður í áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. 

Elon Musk, stofn­andi og eig­andi SpaceX, hefur einnig sagt að um sé að ræða stórt skref í átt að geim­ferðum fyr­ir áhuga­sama viðskipta­vini.

Umfjöllun Guardian.

mbl.is