Grein í Lancet um hýdroxýklórókín dregin til baka

Hýdroxýklórókín er malaríulyf.
Hýdroxýklórókín er malaríulyf. AFP

Þrír af fjórum höfundum stórrar rannsóknargreinar, sem birt var í virta læknisfræðiritinu Lancet og vakti áhyggjur um öryggi notkunar á malaríulyfinu hýdroxýklórókín við kórónuveirunni, hafa í dag dregið greinina til baka.

Gögnin sem stuðst var við í rannsókninni, þar sem kafað var ofan í upplýsingar um þá sem veiktust af veirunni, hafa undanfarnar vikur verið gagnrýnd. Tugir vísindamanna hafa komið fram og sagst efast um áreiðanleika gagnanna.

Einn höfundanna fjögurra, Sapan Desai, sem rekur fyrirtækið Surgisphere sem útvegaði gögnin, tók ekki þátt í að draga greinina til baka.

mbl.is