Gætum opnað landið fyrir snillingum

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson.
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson.

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafa mörg bandarísk tæknifyrirtæki gefið starfsfólki sínu aukið svigrúm til að vinna þaðan sem því sýnist.

Sumir gætu viljað vinna frá Íslandi og væri það hvalreki fyrir íslenska tæknigeirann og ríkissjóð, enda fólk með mikla reynslu, góð sambönd og háar tekjur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi og ritstjóri tæknivefmiðilsins Northstack, þetta upplagt tækifæri til að laða hæfileikaríkt fólk til Íslands. Fyrst myndi þurfa að auðvelda þessum hópi að fá öll tilskilin leyfi til að búa, starfa og greiða sína skatta hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert