Telja hitamet hafa fallið á norðurheimskautinu

Skógareldar eru orðnir algengari á norðurheimskautinu vegna hækkandi hitastigs.
Skógareldar eru orðnir algengari á norðurheimskautinu vegna hækkandi hitastigs. AFP

Talið er að hitamet hafi verið slegið á norðurheimskautinu á laugardag þegar hiti fór í 38 stig í síberíska bænum Verkhoyansk.

Hitametið hefur enn ekki fengist staðfest, en reynist hitatölur laugardagsins réttar var hitinn 18 stigum hærri en meðaltalshiti í júní.

Samkvæmt frétt BBC eru heitir sumardagar ekki óalgengir á norðurheimskautinu. Hins vegar hafi hiti á svæðinu verið óvenjuhár undanfarna mánuði. Talið er að lofthiti á norðurheimskautinu sé að hækka allt að tvöfalt hraðar en annars staðar á jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert