Kanna viðhorf íbúa til nýtingar vindorku

Í Búðardal. Annað vindorkuverið á að vera ofan við strönd …
Í Búðardal. Annað vindorkuverið á að vera ofan við strönd Hvammsfjarðar, innan við Búðardal. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að auglýsa breytingar á aðalskipulagi í þágu tveggja vindorkuvera í sveitarfélaginu.

Jafnframt er sveitarfélagið að undirbúa viðhorfskönnun meðal íbúa um nýtingu vindorku til raforkuframleiðslu í sveitarfélaginu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Unnið er að undirbúningi tveggja vindorkuvera í Dalabyggð, annars vegar á Hróðnýjarstöðum við Hvammsförð og hins vegar í Sólheimum í Laxárdal. Til þess að hægt sé að halda áfram með verkefnin þarf að taka spildur úr jörðunum úr landbúnaðarnotum og gera að iðnaðarlóðum. Unnið hefur verið að því lengi í samvinnu við sveitarfélagið. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í fyrradag að auglýsa fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, segir að málið hafi verið unnið samkvæmt lögum og fari nú til Skipulagsstofnunar sem ákveði hvort tillagan verði auglýst. Verði það gert fá allir tækifæri í sex vikur til að skila inn umsögnum. Sveitarfélagið verði að skoða allar athugasemdir og svara þeim og síðan verði tillaga um breytingu send til endanlegrar staðfestingar Skipulagsstofnunar ásamt öllum gögnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: