Facebook grípur til aðgerða vegna falsfrétta

AFP

Facebook tilkynnti í dag að samfélagsmiðillinn muni gefa formlegum fréttaflutningi forgang. Forsvarsmenn Facebook segja að ákvörðunin sé tekin í viðleitni til að beina athygli notenda frá ruslpósti, smellubeitum og falsfréttum. 

Facebook tilkynnti einnig að samfélagsmiðillin muni gera lítið úr fréttum sem vanti skilgreinda höfunda sem og fréttum frá útgefendum sem deila ekki upplýsingum um starfsfólk sitt með skýrum hætti. 

„Við höfum komist að því að útgefendur sem sleppa því að deila þessum upplýsingum skortir oft trúverðugleika gagnvart lesendum og framleiða gjarnan smellubeitur eða fréttir sem innihalda auglýsingar. Allt þetta er efni sem fólk segir okkur að það vilji ekki sjá á Facebook“, skrifaði Campbell Brown, varaforseti Facebook fyrir alþjóðlegt fréttasamstarf og vörustjóri miðilsins, í bloggfærslu. 

mbl.is