Mentis Cura fær hæsta styrk norskra stjórnvalda

Ásta Mekkín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Mentis Cura á Íslandi.
Ásta Mekkín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Mentis Cura á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Rannsóknarfyrirtækið Mentis Cura hefur hlotið hæsta styrk í sumarúthlutun norskra stjórnvalda til frumkvöðlafyrirtækja. Norska rannsóknarráðið (Forskringsradet, e. Reasearch Council of Norway) veitir styrkinn og nemur hann 16 milljónum norskra króna, sem jafngildir um 230 milljónum íslenskra kr. 

Hann er veittur til þróunar á greiningartæki sem nýtist til greiningar á Alzheimer-sjúkdómnum, en tækinu er ætlað að meta á grunni EEG-heilarits líkur þess að sjúklingur með væga vitræna skerðingu þrói með sér sjúkdóminn.

Fyrirtækið Mentis Cura var stofnað hér á landi árið 2014 af Kristni Johnsen, en það er nú í eigu íslenskra og erlendra fjárfesta. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins er í Reykjavík en höfuðstöðvar í Ósló.

„Við erum bæði stolt og ánægð að hljóta þennan styrk. Umsóknarferlið er strangt og við lítum á það sem ákveðna viðurkenningu að hljóta hæstu mögulegu styrkupphæðina til frekari þróunar á okkar vörum og til marks um vitundarvakningu á því vaxandi og íþyngjandi vandamáli sem miðaugakerfissjúkdómar og hefðbundin greiningarferli eru fyrir bæði heilbrigðiskerfi og sjúklinga”, er haft eftir Ástu Mekkín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sviðsett mynd úr greiningarmiðstöðinni.
Sviðsett mynd úr greiningarmiðstöðinni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is