Sameinuðu arabísku furstadæmin til Mars

AFP

Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna mun skjóta á loft eldflaug í kvöld, í von um koma gervihnetti í sporbraut Mars.

Flauginni verður skotið upp frá Tanegashima geimhöfninni í Japan, en tveimur tilraunum hefur þegar verið aflýst vegna veðurs. BBC greinir frá.

Áætlað er að skotið fari fram klukkan 21:58 að íslenskum tíma í kvöld.

Verkefnið ber nafnið „Hope Mars Mission.“
Verkefnið ber nafnið „Hope Mars Mission.“ AFP

Feta fátroðinn veg

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa takmarkaða reynlsu af hönnun og framleiðslu geimfara, en aðeins hafa geimferðastofnannir Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópu og Indlands tekist að koma fari til plánetunnar rauðu.

Gervihnettinum er ætlað að rannsaka andrúmsloft Mars, en verkefninu er einnig ætlað til að vekja áhuga ungs fólk í Furstadæminu til að ganga menntaveginn.

mbl.is