Eldflaug Skyrora ekki skotið í dag

Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum.
Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum.

Fyrirhuguðu tilraunaskoti Skylark Micro eldflaugar skoska fyrirtækisins Skyrora hefur verið frestað í bili vegna veðurs. Vindstyrkur er of mikill fyrir skotið sem mun fara fram á Langanesi. Skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst.

Skyrora hefur verið að þróa smærri gerðir af eldflaugum sem flytja gervihnetti út í geim. Markmið tilraunanna á Langanesi er að prófa rafeinda- og samskiptabúnað Skylark Micro eldflaugarinnar og að æfa skotferla.

mbl.is