Truflun á þjónustu Google

AFP

Þjónusta Google liggur víða niðri í heiminum, þar á meðal vinsæl þjónusta eins og Gmail og Drive. Google hefur svarað þeim tilkynningum sem hafa borist um bilunina að fyrirtækið viti af því að þjónusta fyrirtækisins liggi niðri.

Fjölmargir notendur víða um heim, svo sem í Ástralíu, Japan, Frakklandi og Bandaríkjunum, hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum og samkvæmt eftirlitsvefnum DownDetector liggur þjónusta Google niðri í öllum álfum heimsins. 

Á Twitter getur að líta skilaboð eins og: „Er einhver í vanda með @gmail í Ástralíu?“ „Eftir tæplega sextán ár þá er þetta í fyrsta skipti sem mig rekur minni til að Gmail liggi algjörlega niðri,“ skrifar Twitter-notandi í Brooklyn, New York.

Svarþjónusta Google - @Gmail á Twitter svarar: „Takk fyrir að tilkynna. Við vitum af truflun á þjónustu okkar á þessari stundu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert