40% aukning styrkumsókna

Rannís
Rannís

Tækniþróunarsjóður hefur lokið úthlutun ársins 2020 til nýrra verkefna.  Sjóðnum bárust nærri 900 umsóknir, sem er um 40% aukning milli ára.

Yfir 130 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eru að fá nýja styrki auk þeirra sem þiggja framhaldsstyrki frá fyrra ári. Samtals eru styrkir til nýsköpunar á þessu ári hátt í 3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tækniþróunarsjóður er opinber samkeppnissjóður sem styður við rannsóknir og nýsköpun sem leiða til ávinnings fyrir íslensk atvinnulíf. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitti í ár 700 milljónir aukalega til sjóðsins til að bregðast við niðursveiflu í atvinnulífinu vegna COVID-19. Jafnframt var haustúthlutun ársins flýtt til að bregðast hratt við breyttum forsendum í nýsköpunar-samfélaginu.

Hér er hægt að lesa um verkefnin sem fengu styrk

mbl.is