Tjón af völdum netárása vanmetið

„Hugsanlegt er að á annan tug milljarða tapist á hverju ári í netglæpum,“ segir Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, um umfang netglæpa hér á landi.

Óvissustig í fjarskiptageiranum var virkjað í fyrsta sinn í gær vegna kröftugrar netárásar á íslenskt fyrirtæki sem sinnir net- og hýsingarþjónustu.

Netsvindlarar beita ýmsum brögðum til að ná fé af fólki, fyrirtækjum og stofnunum. Daði Gunnarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir „gríðarlega aukningu“ hafa orðið á undanförnum árum og vandinn fari enn vaxandi. Lögreglan starfi bæði með innlendum og erlendum stofnunum til að upplýsa slík mál, en vegna lögsögu sé oft erfitt um vik og því fáar kærur sem líti dagsins ljós. Í einhverjum tilvika takist að endurheimta tapað fé en það sé ekki algengt. Hann segir að umfang slíkrar svikastarfsemi hafi verið metið á rúma 1,6 milljarða í fyrra, en talið sé líklegt að fjöldi slíkra brota rati ekki á borð lögreglu. Spurður um kröfur um lausnargjald í kjölfar netárása segist hann vita um upphæðir frá „sjö milljónum og upp“ í formi rafmyntar, en þekkir ekki til tilvika þar sem slíkt hafi verið greitt og ekki sé með því mælt.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Hrafnkell netárásir vera „viðvarandi og vaxandi“ vanda sem ekki sjái fyrir endann á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »