Óvissustigi vegna netárása aflýst

Tvær minniháttar árásir voru gerðar í gær, fimmtudag en báðum …
Tvær minniháttar árásir voru gerðar í gær, fimmtudag en báðum var afstýrt án vandamála. AFP

Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á R-DDoS árás sem hótað hafði verið.

Tvær minniháttar árásir voru gerðar í gær, fimmtudag en báðum var afstýrt án vandamála. Áfram verður haldið með hefðbundna vöktun en ekki þykir ástæða til þess að vera með óvissustig virkt lengur.

Þetta kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. 

Greint var frá því á miðvikudag að netör­ygg­is­sveit Íslands, CERT-IS, hefði lýst yfir óvissu­stigi fjar­skipta­geir­ans á Íslandi í fyrsta sinn. Ástæðan var sú að ís­lenskt fyr­ir­tæki varð ný­verið fyr­ir svo­kallaðri DDoS-álags­árás sem fylgt var eft­ir með fjár­kúg­un­ar­pósti.

mbl.is