Víkingar ekki eins ljóshærðir og talið var

Víkingaskipið Íslendingur heldur úr höfn á leið til Grænlands og …
Víkingaskipið Íslendingur heldur úr höfn á leið til Grænlands og Vínlands. Myndin er þó ekki frá víkingaöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit víkinga var mun fjölbreyttara en áður hefur verið talið. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á erfðamengi víkinga sem birtar voru í tímaritinu Nature.

Rannsakendur skoðuðu brot úr beinum 442 einstaklinga hvaðanæva úr Evrópu með það fyrir augum að bera íbúa Skandinavíu saman við aðra. Niðirstöðurnar voru þær að bein Skandinava voru fjölbreyttari en talið var.

Verslun og þrælahald

Ashot Margaryan, lektor í erfðamengjafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn rannsakenda, telur að ástæðuna megi rekja til verslunar milli svæða en ekki síður þrælahalds. Ekki hafi allir úr vöskum flokki sjófara verið Skandinavar að uppruna.

Af öðrum niðurstöðum má nefna að rannsóknin staðfestir það sem varla þarf að koma mörgum landsmönnum á óvart, að mikill fjöldi Dana hafi breitt út erfðamengi sitt í Englandi; Svíar í Eystrasaltinu og Norðmenn á Íslandi, Írlandi og Grænlandi.

mbl.is