Samningur Oracle og TikTok fær blessun Trumps

Donald Trump hefur lagt blessun sína yfir samning TikTok og …
Donald Trump hefur lagt blessun sína yfir samning TikTok og Oracle. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist leggja blessun sína yfir samstarfssamning bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og kínverska samfélagsmiðilsins TikTok. Með því verður að öllum líkindum fallið frá fyrirhuguðu banni á samfélagsmiðilinn í Bandaríkjunum.

Trump tjáði fréttamönnum í gær að samningurinn hefði fengið blessun sína, en áður hafði ríkisstjórnin sagt TikTok og WeChat, annan kínverskan samfélagsmiðill, ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og varaði við því að fyrirtækin gætu deilt per­sónu­upp­lýs­ing­um og gögn­um not­enda með kín­versk­um stjórn­völd­um. Greint er frá þessu á BBC.

TikTok er samskiptamiðill sem byggir á að notendur geta sent myndbandsskilaboð á milli og er miðillinn hvað vinsælastur hjá yngri kynslóðum.

Donald Trump hefur lagt blessun sína yfir samninginn.
Donald Trump hefur lagt blessun sína yfir samninginn. AFP

WeChat er hefðbundið sam­skipta­for­rit sem hef­ur svipaða stöðu í Kína og Face­book Messenger hér á landi. Það nýt­ur einkum vin­sælda í Banda­ríkj­un­um meðal fólks með teng­ingu við Kína. Sam­kvæmt regl­un­um verður öll­um banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um, frá miðnætti á sunnu­dags­kvöld, bannað að eiga í viðskipt­um við WeChat og tryggja gagna­flutn­ing milli síma not­enda og netþjóna fyr­ir­tæk­is­ins. Því verður for­ritið með öllu ónot­hæft í Banda­ríkj­un­um.

ByteDance, eigandi TikTok, hefur alla tíð neitað ásökunum bandarískra yfirvalda um að fyrirtækið deili upplýsingum með yfirvöldum í Kína.

Trump sagði í gær að samningur Oracle og TikTok myndi þýða að um 100 milljónir Bandaríkjamanna sem notuðu forritið væru öruggir með sín gögn. „Öryggið verður 100%,“ sagði hann. Í tilkynningu frá TikTok eftir orð forsetans var skýrt tekið fram að fyrirtækið myndi tryggja að þjóðaröryggiskröfur Bandaríkjanna væru að fullu uppfylltar.

Samkvæmt samningnum verður nýtt fyrirtæki stofnað, TikTok Global, sem verður með höfuðstöðvar í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Þá verður meirihluti stjórnarmanna bandarískir, forstjórinn bandarískur, auk þess sem öryggissérfræðingur verður í stjórninni. Einnig er gert ráð fyrir að Walmart, sem áður hafði sýnt fyrirtækinu áhuga, verði stór hluthafi ásamt Oracle. Verða gögn fyrirtækisins geymd á gagnaþjónum Oracle og hefur fyrirtækið heimild til að skoða kóða forritsins.

Stofnað verður nýtt fyrirtæki, TikTok Global, með höfuðstöðvar í Texas.
Stofnað verður nýtt fyrirtæki, TikTok Global, með höfuðstöðvar í Texas. AFP

Þrátt fyrir orð Trumps um að TikTok verði „algjörlega stjórnað af Oracle og Walmart“ kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu fyrirtækjanna að eignarhlutur þeirra væri samtals um 20%. Oracle með 12,5% og Walmart með 7,5%.

mbl.is