Nýtt kuldamet á norðurhveli jarðar - 69,6 stiga frost

„Þetta kuldamet minnir okkur á öfgarnir í veðurfari á jörðinni,“ …
„Þetta kuldamet minnir okkur á öfgarnir í veðurfari á jörðinni,“ segir í færslu Veðurstofunnar. AFP

Nýtt kuldamet á norðurhveli jarðar hefur nýlega verið staðfest. Það sem er merkilegt er að mælingin er tæplega 30 ára gömul, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Mælingin er frá sjálfvirkri veðurstöð sem staðsett var á miðjum Grænlandsjökli og er dagsett 22. desember 1991.

Hið nýja kuldamet er skráð -69,6°C og slær það út fyrra met upp á -67,8°C í Rússlandi frá 1892 og 1933.

Mynd: WMO

Í færslu sem Veðurstofan birti á Facebook segir að hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, starfi svokallaðir „climate detectives“, en þeirra verkefni er að fara í gegnum eldri gögn sem mögulega geta varpað betra ljósi á loftslagsbreytingar á jörðinni.

„Þetta kuldamet minnir okkur á öfgarnar í veðurfari á jörðinni,“ segir í færslu Veðurstofunnar. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert