Fljúgandi sjúkraflutningamaður - „Þetta er alveg geggjað“

Richard Browning sést hér á flugi við Langdale vatnahéraðinu Lake …
Richard Browning sést hér á flugi við Langdale vatnahéraðinu Lake District. Búningurinn er með þotuhreyfli sem er 1.000 hestöfl, að því er AFP greinir frá. AFP

Breskir verkfræðingar og bráðaliðar hafa gert tilraun með sérstakan flugbúning fyrir sjúkraflutningamenn. Tilraunin heppnaðist og binda menn vonir við að búningurinn muni koma til með að breyta því hvernig hægt er að koma slösuðum til aðstoðar á svæðum sem eru einangruð og erfið yfirferðar. 

Forsvarsmenn sjúkraflugþjónustu GNAAS, Great North Air, sem sér um að sækja slasaða á norðurhluta Englands, segja að þeir hafi aðstoðað við tilraunina, sem fór fram við Lake District vatnasvæðið. 

Richard Browning, stofnandi Gravity Industries, sem hefur þróað þessa tækni, tók að sér að prófa búninginn og flaug hann frá dalsbotni að vettvangi ímyndaðs slysstaðar, en flugferðin tók hann aðeins 90 sekúndur. Hefði hann þurft að ganga á umræddan stað þá hefði gönguferðin tekið um 25 mínútur. 

„Núna erum við búin að sjá þetta, og í hreinskilni sagt þá er þetta alveg geggjað,“ segir Andy Mawson, framkvæmdastjóri hjá GNAAS.

Hann segir ennfremur að á tímum heimsfaraldurs, sem reyni mjög á þolmörk heilbrigðiskerfisins, þá sé þó ávallt mikilvægt að menn haldi áfram að láta á það reyna hversu langt menn geta komist með þróun nýrrar tækni sem geti létt mönnum lífið.  

Vonir standa til að búningurinn muni gera sjúkraflutningamönnum auðveldar um …
Vonir standa til að búningurinn muni gera sjúkraflutningamönnum auðveldar um vik að komast að fólki á torfærum svæðum. Það gæti bæði linað þjáningar hraðar og það sem meira er, bjargað mannslífum. AFP

„Við teljum að þessi tækni muni gera okkar hópum kleift að komast mun hraðar að sjúklingum en við höfum getað gert hingað til,“ segir Mawson jafnframt. 

„Í mörgum tilfella myndi þetta ná að lina þjáningar sjúklinga. Í sumum tilfella þá gæti þetta bjargað mannslífum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert