Kæfisvefn getur stuðlað að alzheimer

Þórarinn Gíslason, yfirlæknir svefndeildar Landspítala
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir svefndeildar Landspítala mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Nýleg rannsókn ástralskra og íslenskra vísindamanna á vegum RMIT-háskólans í Melbourne í Ástralíu bendir til sterkra tengsla á milli kæfisvefns og alzheimersjúkdómsins.

Rannsóknin byggist á um 300 íslenskum heilasýnum einstaklinga með kæfisvefn á mismunandi háu stigi. Þriðja vísindagreinin sem byggð er á grunni þessa íslenska efniviðar er í undirbúningi.

Stephen Robinson, prófessor við RMIT, leiðir rannsóknina. Hann segir að hún renni enn frekari stoðum undir þá kenningu að kæfisvefn geti stuðlað að alzheimer.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Þórarinn Gíslason, yfirlæknir svefndeildar Landspítalans og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er í rannsóknarhópnum. Hann tekur undir að rannsóknin styrki fyrri vísbendingar um samband kæfisvefns og alzheimer, en frekari rannsókna sé þörf.

„Í klínísku starfi hittum við einstaklinga með „heiladrunga“, einbeitingarskort og fleiri byrjunareinkenni alzheimer og heyrum þá svo lýsa gjörbreyttri líðan þegar meðferð kæfisvefns er hafin með svefnöndunartæki,“ segir hann en bætir við að hjá öðrum með langt genginn alzheimersjúkdóm virðist meðferðin oftast litlu breyta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert