Vandræði með Outlook

AFP

Tölvupóstþjónusta Microsoft, Outlook, hefur verið til vandræða um heim allan í dag en notendur hafa átt í erfiðleikum með að nálgast póst sinn í gegnum netið og snjalltæki.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku tæknisíðunni The Verge hófust vandræðin um klukkan 6 í morgun.  

Í færslu Microsoft á Twitter segir að svo virðist sem þetta megi rekja til nýlegrar uppfærslu en búið sé að koma þessu í lag og þjónustan orðin eðlileg á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert