Þrjú deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði

Þrír vísindamenn fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði vegna rannsókna sinna sem tengjast myndun svarthola. Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti þetta í morgun.

Annars vegar er um að ræða breska eðlisfræðinginn Roger Penrose sem hefur rannsakað samband myndunar svarhola og almennu afstæðiskenningarinnar. Fær hann helming þeirra 10 milljón sænsku króna sem verðlaunaféð er.

Hins vegar er um að ræða þýska stjarneðlisfræðinginn Reinhard Genzel og bandaríska stjarnfræðinginn Andreu Ghez. Fá þau hinn hluta verðlaunanna fyrir rannsóknir sínar á mjög þéttum hlutum með ofurmassa í miðju stjörnuþoka.

Örlítil töf var á tilkynningunni í morgun, en það var vegna þess að erfiðlega gekk að ná sambandi við alla verðlaunahafana. Þá voru einnig aðeins 30 fréttamenn sem fengu að fylgjast með tilkynningunni í ár vegna sóttvarnaráðstafana, en venjulega eru yfir 100 manns sem fá að fylgjast með.

Nóbelsverðlaunahafar í eðlisfræði í ár eru breski eðlisfræðinginn Roger Penrose, …
Nóbelsverðlaunahafar í eðlisfræði í ár eru breski eðlisfræðinginn Roger Penrose, þýski stjarneðlisfræðinginn Reinhard Genzel og bandaríski stjarnfræðinginn Andreu Ghez. AFP
mbl.is