Norræn ungmenni á stafrænum leikvelli

Norrænt rafíþróttamót ungmenna var haldið um helgina.
Norrænt rafíþróttamót ungmenna var haldið um helgina.

Norrænt rafíþróttamót ungmenna, „Nordic Esport United“, var haldið af Samfés og Ungdomsringen í Danmörku um helgina. Þátttaka á mótinu var mjög góð segir í tilkynningu.

Norðurlandamótið var haldið að frumkvæði ungs fólks sem eru þátttakendur í samnorrænu samstarfsverkefni Norðurlandanna í verkefninu Menntun fyrir alla.

Markmið mótsins var að tengja og sameina ungmenni á Norðurlöndunum, virkja þau og gefa þeim tækifæri á því að kynnast og taka þátt í þessum stafræna viðburði sem hægt er að halda án takmarkana á tímum COVID-19 og samkomubanns.

Á mótinu kepptu leikmenn í Fortnite (einstaklings og tveggja manna) og CS:GO (5 gegn 5 og 2 gegn 2).

Hægt er að sjá úrslit keppninnar á www.samfes.is að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert