Bandaríkjastjórn bíður með TikTok-bann

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa viljað að bandarískt fyrirtæki kaupi forritið …
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa viljað að bandarískt fyrirtæki kaupi forritið TikTok. AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út að þau muni fresta banni á kínverska samfélagsmiðlinum TikTok eftir að dómstóll úrskurðaði samfélagsmiðlinum í vil í seinasta mánuði.

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna kynnti í september reglur sem bönnuðu starfsemi forritanna TikTok og WeChat í Bandaríkjunum. Átti TikTok-bannið að taka gildi 12. nóvember. Síðan þá hefur bannið velskt um í bandarísku réttarkerfi og sér ekki fyrir endann á því. Á meðan eru bæði forritin aðgengileg Bandaríkjamönnum eins og ekkert hafi í skorist.

Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hef­ur sagt fyr­ir­tæk­in, sem bæði eru í kínverskri eigu, ógna þjóðarör­yggi Banda­ríkj­anna og varað við því að þau gætu deilt per­sónu­upp­lýs­ing­um og gögn­um not­enda með kín­versk­um stjórn­völd­um.

mbl.is