Ólíklegt að smitast aftur innan sex mánaða

Niðurstöðurnar eru sagðar bera með sér góð tíðindi.
Niðurstöðurnar eru sagðar bera með sér góð tíðindi. AFP

Einstaklingar sem smitast af kórónuveirunni eru ólíklegir til að veikjast aftur af sjúkdómnum sem veiran veldur í að minnsta kosti sex mánuði þar á eftir.

Frá þessu greindu rannsakendur við Oxford-háskóla í dag, en niðurstöðurnar fást úr stórri rannsókn á endursmiti kórónuveirunnar.

Ekki aflað nægra gagna

David Eyre, prófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, segir þær fela í sér mjög góðar fréttir.

„Við getum verið viss um það, að minnsta kosti til skamms tíma litið, að flestir sem sýkjast af Covid-19 muni ekki smitast aftur,“ segir hann.

Höfundarnir benda á að þeir hafi ekki enn aflað nægra gagna til að álykta um endursmit eftir þessa sex mánuði.

Bóluefni gæti verið leyft í desember

Bandaríski lyfjaframleiðandinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtækið Bi­oNTech sóttu í gær um neyðar­heim­ild til notk­un­ar bóluefn­is­ við veirunni hjá banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­inu.

Búist er við að heimildin verði gefin í fyrri hluta desembermánaðar. Evr­ópu­sam­bandið gæti jafn­framt samþykkt bólu­efnið, sem og bólu­efni Moderna, fyr­ir lok des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert