Mest öll þjónusta Google liggur niðri

Öll þjónusta Google liggur niðri sem stendur.
Öll þjónusta Google liggur niðri sem stendur. AFP

Öll þjónusta Google fyrir utan samnefnda leitarvél liggur niðri sem stendur. Þetta má sjá á mælaborði fyrirtækisins yfir þær þjónustur sem eru uppi. Ekki liggur fyrir hvað veldur þessari bilun.

Meðal þess er Gmail póstþjónusta, Youtube, Google Drive skjalageymsla, Google calendar dagatal, Google Maps kortaþjónusta og Google analytics greiningarkerfið.

Uppfært 12:50: Youtube, Gmail og fleiri þjónustur Google virðast vera komnar í lag aftur, en Google tilgreinir þó áfram á mælaborðinu sínu að þjónusturnar séu ekki virkar.

Uppfært 13:14: Samkvæmt mælaborðinu er öll þjónusta Google komin í lag.

Gmail, Google drive og fleiri þjónustur liggja niðri sem stendur.
Gmail, Google drive og fleiri þjónustur liggja niðri sem stendur. Skjáskot/Google
Kort sem birtist á vefsíðunni downdetector.com sýnir að vandamálið er …
Kort sem birtist á vefsíðunni downdetector.com sýnir að vandamálið er víða um heim. Kort/downdetector.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert